Henrik Normann, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans segir að nýjungar í bankastarfsemi, eins og sértryggð skuldabréf af ýmsu tagi, séu alls ekki af hinu illa þótt orðspor þeirra hafi fallið eftir hrunið. „Þvert á móti eru þetta tæki til að auðvelda fólki og fyrirtækjum að fá lán á mun betri kjörum en ella væri hægt. Það er sérstök staða og mjög jákvæð að einstaklingar á Norðurlöndum og í Bretlandi geta, svo dæmi sé tekið, tekið lán á mjög svipuðum kjörum og stórfyrirtæki. Þetta er jákvætt því það þýðir að fjármagnskostnaður lækkar. Þetta er þó aðeins hægt vegna þess að fjármálakerfin eru hagkvæm og það er mikilvægt að fórna ekki þessari hagkvæmni þrátt fyrir það sem gerðist haustið 2008.“

Þá segir hann að þótt það það hafi á ákveðinn hátt komið í bakið á okkur hve fjármálakerfi heimsins voru tengd, að alheimsvæðingin hefur verið af hinu góða. „Hún hefur leitt til gríðarlegs flutnings fjármagns frá ríkari löndum til þróunarlanda og hefur lyft ótöldum milljónum manna upp úr sárri fátækt. Þessu á heldur ekki að fórna þrátt fyrir að hér hafi orðið hrun. Við bankamenn getum ekki eignað okkur allan heið- urinn af þessari þróun en við höfum samt sem áður leikið mikilvægt hlutverk í henni.“

Ítarlegt viðtal er við Normann í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð hér að ofan.