Kínverski internet risinn Alibaba hefur fjárfest um 200 milljónir dollara í Snapchat, samkvæmt BBC .

Það drífur verðmæti Snapchat upp í næstum 15 milljarða dollara sem gerir það að einu verðmætasta smáforriti heims en Snapchat er aðeins fjögurra ára gamalt fyrirtæki.

Snapchat gerir notendum sínum kleift að senda myndskilaboð sem hverfa innan 10 sekúnda. Snapchat segir að notendur smáforritsins sendi um 700 milljón snöpp daglega. Nýlega byrjaði fyrirtæki að afla tekna í gegnum auglýsingar.

Verðmæti fyrirtækisins upp á 15 milljarða dollara setur fyrirtækið í sama flokk og leigubílaþjónustuna Uber og kínverska snjallsímaframleiðendann Xiaomi.

Hingað til hefur Alibaba fjárfest í þónokkrum ungum fyrirtækjum í Kína en mjög fáum í Bandaríkjunum.