*

laugardagur, 20. júlí 2019
Erlent 4. nóvember 2014 13:05

Alibaba hagnaðist um 1,1 milljarð dollara

Kínverska netfyrirtækið Alibaba hefur birt fyrsta árshlutauppgjörið eftir skráningu félagsins á markað í New York.

Ritstjórn
Jack Ma, stofnandi Alibaba.
Haraldur Guðjónsson

Kínverski netrisinn Alibaba hefur birt uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Þar kemur fram að fyrirtækið hafi hagnast um 1,1 milljarð bandaríkjadollara á tímabilinu og jókst hagnaðurinn um 15% frá sama tíma á síðasta ári.

Fyrirtækið, sem var stofnað af Jack Ma, stóð fyrir hlutafjárútboði í New York í lok septembermánaðar þar sem það aflaði 25 milljarða dollara og sló met sem stærsta hlutafjárútboð sögunnar. 

Fyrirtækinu hefur oft verið lýst sem samblöndu af eBay og Amazon og hefur verið markaðsráðandi á kínverskum netverslunarmarkaði undanfarin ár. Hins vegar hafa að undanförnu verið uppi vangaveltur um hvort hægur hagvöxtur í landinu komi til með að hafa áhrif á helsta tekjuinnstreymi fyrirtækisins á næstunni, en það hefur verið í gegnum auglýsingar og söluþóknanir.

Stikkorð: Alibaba Jack Ma