Alibaba Group Holding hefur skrifað undir samning um yfirtöku á fjölmiðlasamsteypunni South China Morning Post (SCMP) fyrir um 266 milljónir Bandaríkjadala, um 34 milljarða króna. Kaupverðið verður allt greitt í peningum.

Núverandi stjórn SCMP segir ástæðuna fyrir sölunni vera að óvissu í kringum hefðbundna fjölmiðlun en Alibaba segir að félagið geti aukið við verðmæti fjölmiðilsins. Kaupin hafa vakið upp spurningar um vaxandi áhrif Kína á Hong Kong, þar sem fjölmiðillinn er skráður á markað, og að sjálfstæði ritstjórnar fjölmiðilsins sé í hættu. SCMP hefur í 112 ár gefið út dagblað á ensku, en félagið er stærsti fjölmiðill á ensku í Hong Kong.

Þetta eru ekki fyrstu kaup Albaba á fjölmiðlamarkaði en fyrir stuttu keypti hann ótilgreindan eignarhlut í China Business News fyrir um 194 milljón Bandaríkjadali, um 22 milljarða.