*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Erlent 16. desember 2017 16:15

Alibaba kynnir bílasjálfsala

Netverslunarsíðan Alibaba hyggst opna tvo sjálfsala með bílum í Kína í næsta mánuði.

Ritstjórn

Kínverska netverslunarsíðan Alibaba hyggst selja bíla í eins konar sjálfsala, en bílarnir verða sjáanlegir í háreistum sjálfsölublokkum. Stefnt er að því að opna tvo slíka bílasjálfsala með Ford rafbílum í janúar næstkomandi til að byrja með, í Sjanghæ og Nanjing í Kína. Alibaba áformar að opna fleiri bílasjálfsala í Kína árið 2018. Engadget greinir frá.

Sjálfsalinn virkar þannig að Taobao snjallsímaforritið er notað til að skanna þann bíl sem sem einstaklingur hefur áhuga á að kaupa. Bíllinn birtist síðan í smáforritinu, þar sem notandinn getur valið mismunandi liti á bílinn og breytt ýmsum eiginleikum. Næst er ákveðin tímasetning fyrir prufukeyrslu; notandinn fyllir út persónuupplýsingar, tekur „sjálfu“ (e. selfie) og borgar inn á reikning. Sjálfan er síðan notuð í andlitsgreiningu þegar bíllinn er afhentur við næsta bílasjálfsala. Hægt er að prufukeyra bílinn hvar sem er í þrjá daga. Ef notandinn hefur hug á að kaupa bílinn er það gert með einfaldri greiðslu í Taobao forritinu.

Alibaba birti á miðvikudaginn YouTube-myndband af því hvernig sjálfsalinn virkar. Hugmyndin með sjálfsalanum er að gera bílakaup eins auðveld og kaup á gosdós.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is