Heildarsala á öllum netmörkuðum Alibaba fór fram úr 30,5 milljarða dala sölumeti síðasta árs seinnipart dagsins í dag, 11. nóvember 2019. Dagurinn er sérstakur afsláttardagur einhleypra á netsíðum fyrirtækisins sem fleiri fyrirtæki hafa tekið upp, og nam salan 12 milljörðum dala strax á fyrsta klukkutímanum.

Í dag er 11. skipti sem vefsölufyrirtækið hefur verið með sérstakan afslátt á þessum degi, en afslættirnir byrjuðu á miðnætti í Singapúr og Hong Kong. Salan á þessum degi hefur farið langt fram úr þekktum bandarískum afsláttardögum eins og Svarta föstudeginum og rafmagnaða mánudegnum.

Í þetta sinn voru mun fleiri vörur á afslætti í dag, en jafnframt var mikil áhersla lögð á beinar útsendingar á vefum fyrirtækisins þar sem vörur voru kynntar. Metsalan kemur á sam atíma og kínverska hagkerfið hefur verið að hægja á sér sem og aukin samkeppni hefur verið frá innlendum keppinautum eins og JD.com og Pinduoduo.