Móðurfélögin sem reka álverin þrjú á Íslandi, Rio Tinto (Alcan), Century Aluminum (Norðurál) og Alcoa (Reyðarfirði), hafa notið hagstæðs orkuverðs samfara miklum verðhækkunum á áli undanfarin ár.

Undanfarnar vikur hefur álverð þó lækkað ört, en lágt gengi krónunnar kemur íslensku álverunum þar mjög til góða.

Álverðið fór hæst í 3.300 dollara í sumar en var svo aftur komið niður í 2.986 dollara tonnið þann 29. júlí á hrávörumarkaði í London. Bankakrísan sem skollið hefur yfir heimsbyggðina hefur síðan valdið umtalsverðu verðfalli.

Efnahagshrunið á Íslandi og mikið gengisfall krónunnar hefur þó orðið til þess að draga verulega úr neikvæðum áhrifum af lækkun álverðs á álfyrirtækin hérlendis.

Í byrjun árs fékk Alcan 62 krónur fyrir hvern Bandaríkjadal sem það reiddi fram til að greiða laun á Íslandi. Í gær 22. október fékk Alcan hins vegar nærri helmingi fleiri krónur, eða um 117 krónur fyrir hvern dollar.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .