Alþingi samþykkti nú undir kvöld frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

Nýju lögin fela meðal annars í sér að tekjuskattur einstaklinga hækkar um 1,25 prósentustig og heimild sveitarfélaga til útsvarshækkunar hækkar um 0,25 prósentustig.

Sveitarfélög hafa eftir breytinguna heimild til að leggja á 13,28% útsvar og ríkið leggur á 24% tekjuskatt.

Þeir sem búa í sveitarfélögum sem nýta sér hámarksútsvarið greiða því 37,28% jaðarskatt í staðgreiðslunni en greiddu áður 35,78%.