Alþingi var frestað í dag fram yfir jól. Þingfundur hefst að nýju þann 15.janúar næstkomandi.

Þingfundir hafa staðið lengi síðustu daga en í dag voru samþykkt á annan tug laga. Þar á meðal voru ný lög um þingsköp Alþingis sem samþykkt var með 43 atkvæðum gegn 7. Þingmenn Vinstri Grænna hafa gagnrýnt frumvarpið mikið síðustu daga og greiddu atkvæði gegn því.

Tilangur frumvarpsins var að sögn flutningsmanna að gera þingstörf skilvirkari en í því má meðal annars finna reglur þar sem gert er ráð fyrir styttri ræðutíma þingmanna í þingsal. Það á við um allar umræður þingmála.

Auk þess var samþykkt að afnema veiðigjald vegna niðurskurðar í þorskveiðum.