Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti sem lengja riftunarfrest skiptastjóra í málum sem höfðuð eru fyrir árslok 2012 úr tveimur árum í fjögur ár.

Auk þess var sex mánaða málshöfðunarfrestur lengdur í tólf mánuði.

Viðskiptablaðið sagði frá því í nóvember að skammur riftunartími væri að valda slitastjórnum stóru bankanna þriggja miklum vandræðum og ef hann yrði ekki lengdur þá væri hætt við því að mörg riftunarmál myndu falla utan gefins tímaramma.

Brugðist var við þessum áhyggjum og frumvarp var lagt fram fyrir áramót. Það var loks samþykkt í gær.