Alþingis samþykkti nú skömmu fyrir miðnætti frumvarp um hækkun olíugjalds, kílómetragjalds, vörugjalda af ökutækjum og eldsneyti, bifreiðagjalds og gjalda af áfengi og tóbaki.

Lilja Mósesdóttir vinstri grænum, sem sat hjá við 2. umræðu, greiddi atkvæði með samþykkt laganna við 3. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins fékk hún orð í eyra frá Steingrími J. Sigfússyni, formanni vinstri grænna og fjármálaráðherra, eftir hjásetuna við 2. umræðu.

Í tilkynningu frá ÁTVR segir að hækkunin nemi 15% og tekin eru nokkur dæmi um hækkanir sem af lögunum leiða. Rauðvínsflaska hækkar úr 1.698 kr. í 1.821 kr, bjór úr 269 kr. í 287 kr, vodka úr 3.880 kr. í 4.317 kr. og koníak úr 7.499 kr. í 7.966 kr. Hækkun áfengis tekur gildi eftir að birgjar hafa tilkynnt um nýtt verð til ÁTVR en hækkun á tóbaki tekur þegar gildi.