Alþingi samþykkti í morgun breytingar á lögum um kjararáð sem kveða á um 5–15% launalækkun alþingismanna og ráðherra. Launalækkunin á að taka gildi 1. janúar 2009 og á að gilda að minnsta kosti út árið.

Í lögunum nýsamþykktu segir að kjararáð skuli svo fljótt sem auðið er endurskoða kjör annarra er undir það heyra, til samræmis, að teknu tilliti stjórnskipulegrar sérstöðu dómara.

Lögin ná þó ekki til launa forseta Íslands.