Ítalska flugfélagið Alitalia er  nálægt gjaldþroti. Independent greinir frá þessu í dag. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu hélt á fund með ráðherrum úr ríkisstjórn sinni í Róm í kjölfar þess að félagið tilkynnti að það yrði mögulegt keyrt í þrot. Heyrst hefur að Alitalia þurfi mögulega að aflýsa flugum vegna þess að félagið hefur einfaldlega ekki lengur aðgang að eldsneyti.

Áföll Alitalia koma aðeins fáum dögum eftir gjaldþrot XL Leisure Group, sem orsakaði að tugir þúsunda urðu strandaglópar í miðjum sumarleyfum sínum. Skiptastjórar XL hafa meinað félaginu að nota flugvélar sínar í að ná í farþegana, þrátt fyrir að flugmálayfirvöld í Bretlandi hafi boðist til að greiða kostnaðinn við slíka aðgerð.

Tæplega 12.000 viðskiptavina XL hafa nú verið flutt til baka.