Stjórn ít­alska flug­fé­lags­ins Alitalia hef­ur samþykkt til­boð frá Eti­had Airways, flug­fé­lagi í Abu Dhabi um 49% hlut í Alitalia. En ítalska flugfélagið Alitalia er á barmi gjaldþrots. Þessu greinir Ríkisútvarpið frá.

Stjórn­ar­formaður Alitalia, Roberto Col­an­inno, og for­stjóri, Gabriele Del Torchio, hafa stýrt viðræðum við ar­ab­íska flug­fé­lagið en Eti­had hef­ur í marga mánuði reynt að eign­ast hlut í ít­alska flug­fé­lag­inu.

Skuld­ir Alitalia eru gríðarleg­ar og talið er að segja þurfi upp 2.200 starfs­mönn­um fé­lags­ins, sam­kvæmt sam­komu­lag­inu. En alls starfa 12.800 hjá Alitalia.

Eti­had ætl­ar að leggja 1,25 millj­arða evra inn í rekst­ur Alitalia á næstu fjór­um árum.