Alþjóðabankinn undirbýr nú 100 milljarða Bandaríkjadala lánapakka til handa þrónarlöndunum að því er kemur fram á vef Financial Times.

Talsmenn bankans segjast hafa vaxandi áhyggjur af því að núverandi fjármálakreppa muni leika þau ríki illa sem hafi litlar- eða miðlungstekjur. Robert Zoellick, bankastjóri bankans segir að það væru ,,söguleg mistök" að hundsa hættu á slíku.

Beiðnum um aðstoð hefur rignt yfir bankann og er þeim beint til Endurreisnar og þróunardeild hans (International Bank for Reconstruction and Development). Zoellick greindi frá því að framlög bankans til slíkra mála yrðu tvöfölduð strax eða úr 16 í 35 milljarða dala. Á síðasta ári var framlaga bankans um 13,5 milljarðar dala.