Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, gerir nú ráð fyrir að olíuverð verði lægra á árinu heldur en í fyrr spá sinni frá því í nóvember. Olíuverð hefur lækkað mikið undanfarna mánuði og nemur lækkunin um 60% frá því að það náði hámarki í júlí síðastliðnum í 147 dölum, en fjármálakreppan hefur áhrif á olíuverð bæði í gegnum minnkandi eftirspurn og framleiðslugetu.

Í Morgunkorni Glitnis er bent á að AGS  gerir nú ráð fyrir að tunnan muni kosta að meðaltali 50 dali árið 2009 en hafði áður gert ráð fyrir að tunnan myndi kosta að meðaltali 68 dollara. Árið 2010 mun tunnan kosta að meðaltali 60 dali gangi spá AGS eftir.