Á undanförnum vikum hefur náðst umtalsverður árangur í viðræðum Íslendinga, Hollendinga og Breta um samkomulag vegna Icesave og eru miklar líkur að samið verði um málið fyrr en seinna.

Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) vegna endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands sem birt var í dag.

Í skýrslunni segir að samkomulagið byggi á því að tryggja lágmarksupphæðina á innlánum, miðað við reglur Evrópusambandsins. Líkurnar á því að málið fari fyrir dóm eru taldar hafa minnkað en meiri líkur séu nú að því að samkomulag náist.