Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur skorið niður hagvaxtarspá sína fyrir 2008 og 2009, einkum vegna versnandi útlits á evrusvæðinu.

Þar sem slæmt efnahagsástand í Bandaríkjunum hefur smitað út frá sér hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkað spá sína fyrir hagvöxt í heiminum á þessu ári niður í 3,9%, en hún var áður 4,1%.

Spá sjóðsins fyrir árið 2009 er nú 3,7% hagvöxtur, en var áður 3,9%.

Þetta kemur fram í frétt Reuters.