Hagvöxtur í Írak mun aukast hratt á þessu ári að því gefnu að öryggismál landsins haldi áfram að þróast í réttar áttir samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt var í gær. Samkvæmt spánni mun hagvöxtur í Írak verða 7% á þessu ári og hugsanlega verða 8% á árinu 2009.

„Ég held að við getum búist við umtalsverðri aukningu í hagvexti á árinu 2008, að hann verði aðeins yfir 7%,” sagði Mohsin Khan, hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðum, í samtali við Daily Telegraph. „Að sjálfsögðu er þetta allt háð fyrirvörum um aukna olíuframleiðslu og, því sem meira máli skiptir, að öryggismálin haldi áfram að lagast.“

Olía samsvarar um 70% af landsframleiðslu Íraks, en olíuframleiðslan hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum frá innrásinni í landið árið 2003. Að sögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerði hærra verð á hráolíu á síðasta ári meira en að bæta það upp.