Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) boðaði til lokaðs fundar í dag til að ræða um hátt olíuverð. Fatið af hráolíu fór hæst í 109,72 Bandaríkjadali fyrr í vikunni á markaði í New York.   Í tilkynningu sem IEA sendi frá sér til Dow Jones-fréttaveitunnar kemur fram að fundurinn sé haldin til að ræða þá "flóknu þætti sem ráða verðmyndun á olíumarkaðnum." IEA vildi ekki gefa upp frekari upplýsingar um dagskrá fundarins.   Samkvæmt heimildum Financial Times sóttu fundinn meðal annars fulltrúar frá Exxon Mobil, Total SA, Shell, ConocoPhilips, Evrópska seðlabankanum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum.