Dönsku samtök iðnaðarins, hafa gefið út samanburðarskýrslu þar sem 29 aðildarlönd OECD eru borin saman og spurt: hversu reiðubúin eru þessi lönd fyrir hnattvæðinguna, þ.e. vaxandi alþjóðlega samkeppni? Ísland er í fyrsta sæti í heildarsamanburði, næst á undan Sviss og Finnlandi.

Í frétt á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins er bent á að jákvætt viðhorf til alþjóðlegrar samkeppni og sveigjanleiki séu stórir kostir hérlendis, og þá er mismunun á grundvelli kyns, aldurs o.s.frv. hvergi minni en hér. Ísland er hins vegar með fremur lágt hlutfall háskólamenntaðra og mjög lágt hlutfall Íslendinga hefur lokið framhaldsnámi, miðað við samanburðarlöndin.