Allir helstu Seðlabankar heims hafa tilkynnt að þeir hugi að lækkun stýrivaxta, um 50 punkta.

Um er að ræða meiriháttar samhæfða aðgerð til þess að stemma stigu við hinum djúpstæða og grafalvarlega vanda sem nú ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Bankarnir sem tóku þátt í aðgerðinni eru Bandaríski Seðlabankinn, Englandsbanki og seðlabankar Kanada, Kína, Svíþjóð og Sviss ásamt Evrópska Seðlabankanum.

Japansbanki lýsti yfir afdráttarlausum stuðningi við aðgerðina en tekin var ákvörðun í gær um að halda stýrivöxtum þar óbreyttum, en sem kunnugt er eru aðstæður þar býsna sérstakar.