Ríkisstjórnin ákvað í morgun að ráða erlendan ráðgjafa sem aðstoða á ríkið í samningaviðræðum við skilanefndir gömlu bankanna.

Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í morgun.

Hún sagði að erlendir kröfuhafar væru með mjög sterka ráðgjafa til að semja fyrir sig. Ríkið þyrfti því að koma sterkt inn í þá mynd.

Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu á ráðgjafinn að aðstoða ríkið í samningum við skilanefndir gömlu bankanna um kröfur gömlu bankanna á hendur þeim nýju.