Staða félaganna í vísitölunni er önnur í dag en fyrir tæpu ári síðan en talsvert ójafnvægi er enn í hagkerfinu, segir greiningardeild Glitnis um það að Úrvalsvísitalan endaði daginn í gær í sögulegu hágildi eða 6.930 en fyrir um ári síðan var fyrra hámarkinu náð þann 15. febrúar.

?Neikvæð umræða erlendra aðila um fjármögnun bankanna og stöðu efnahagslífsins orsakaði,? segir greiningardeildin.

Um stöðu mála í dag segir greiningardeildin: ?Rekstur félaganna í Úrvalsvísitölunni er alþjóðlegur og hefur staða innlends efnahagslíf því mun minni áhrif á rekstur þeirra en áður. Fjármögnun flestra fyrirtækjanna er einnig með ágætum og ætti því ekki að halda aftur af hækkun hlutabréfaverðs á árinu.

Hinsvegar er yfirgnæfandi hluti fjárfesta á markaðnum innlendur sem gerir markaðinn næman fyrir innlendri hagsveiflu. Væntingar standa hinsvegar til aukinnar þátttöku erlendra fjárfesta í kjölfar sameiningar Kauphallarinnar og OMX sem mun styrkja markaðinn til lengri tíma litið,? segir greiningardeildin.

Hún telur að það séu margir áhugaverðir fjárfestingakostir á innlendum hlutabréfamarkaði en augljósum kauptækifærum hefur þó fækkað í kjölfar mikillar hækkunar á skömmum tíma.