Á stefnumótunarfundi álklasans sem haldinn var í vor var ákveðið að stefna að stefnumóti í lok nóvember í samstarfi Samtaka iðnaðarins, Álklasans og Samáls, Ásamt mennta- og rannsóknarstofnunum, og verða þar leiddar saman þarfir og lausnir í áliðnaði. Yfir 40 fyrirtæki og stofnanir komu saman í Borgarnesi á vordögum og unnu að stefnumótun fyrir álklasann til ársins 2020.

Á meðal þess sem bar hæst var að koma á fót rannsóknarsetri í áliðnaði, meistaranámi í samstarfi við háskólasamfélagið og að skapa grundvöll undir formlegra samstarf álklasans. Að sögn Péturs Blöndal, framkvæmdastjóra Samáls, starfa hundruð fyrirtæki á vettvangi áliðnaðarins, en þar munar mestu um orkuna þar sem álverin eru stærstu viðskiptavinir orkufyrirtækjanna og kaupa yfir 70% af allri orku í landinu. Árið 2012 greiddu álverin 40 milljarða fyrir vörur og þjónustu 700 fyrirtækja og er þá raforkan undanskilin.

Sérblað um Orku og iðnað fylgdi Viðskiptablaðinu 18. september 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .