Frostið á millibankamörkuðum í Evrópu hefur aldrei verið meira og endurspeglast það í þeirri staðreynd að innistæður banka til eins dags í Evrópska seðlabankanum.

Þær voru meiri en 100 milljarðar evra aðfararnótt þriðjudag samkvæmt Financial Times er og það langhæsta upphæð allra tíma.

Vextir á slíkum innlánum eru aðeins 3,25% á meðan að stýrivextir á evrusvæðinu eru 4,25%. Þetta þýðir með öðrum orðum að bankar vilja frekar taka á sig skerðingu vegna öryggis í stað þess að lána hvor öðrum.

Á sama tíma voru meðalvextir í útboði Evrópska seðlabankans á 16 milljörðum 5,25%. Útboðin eru til þess að liðka fyrir á millibankamörkuðum og í lýsti Evrópski seðlabankinn því yfir að hann myndi halda áfram að styðja við bankakerfið með ráð og dáð.

Þetta er til marks um hversu ótrúlega streita ríkir nú á fjármálamörkuðum en kunnugt er hefur þurft að koma fjölda evrópskra banka til bjargar í þessari viku.

Ástandið hefur versnað mikið frá því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings neitaði að samþykkja tillögur um 700 milljarða dala björgunaraðgerð á fjármálamörkuðum. Öldungadeild þingsins greiðir atkvæði um málið í kvöld og segja má að fjármálamarkaðir bíði í ofvæni eftir niðurstöðunni.

Þungavigtarmenn í stjórnmálum og fjármálalífinu hafa hvatt þingheim til þess að afgreiða málið. Hinsvegar er vert að benda að ekki eru allir sannærðir um að fyrirhuguð björgun skili árangri.

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, telur mikilvægt að björgunaraðgerðin verði samþykkt.

Í viðtali við Bloomberg sagði hann að það hreinyrði yrði að samþykkja það þar sem bæði Bandaríkin og alþjóðafjármálakerfið væri í húfi.