Japanska flugfélagið All Nippon Airways (ANA) hefur gengið frá pöntun á 11 Boeing 787-9 Dreamliner vélum til viðbótar. Vélarnar verða afhentar á árunum 2018 – 2001.

ANA var sem kunnugt er fyrsta félagið sem fékk 787 Dreamliner vél afhenta en vélin var fyrst afhent til farþegaflutninga í fyrra. Félagið á nú pantaðar 53 Dreamliner vélar, 23 af gerðinni 787-8 og 30 787-9 sem er aðeins lengri útgáfa. Félagið hefur nú þegar fengið þrettán 787-8 vélar afhentar.

Félagið á í dag um 180 vélar, 55 vélar af gerðinni Boeing 767 en þá á félagið 26 Boeing 777 vélar, sjö Boeing 747 vélar og 35 Boeing 737 vélar. Þá á félagið loks 22 Airbus A320 vélar. Það er yfirlýst stefna félagsins að endurnýja flotann með 787 Dreamliner vélum og smátt og smátt selja 767 og 777 vélarnar úr flotanum.