Í ársreikningi Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. fyrir árið 2021 sem birtur var í desember kemur fram að í árslok 2021 hafi átt eftir að innheimta 50 milljónir króna af Torgi ehf.

Torg keypti fjölmiðla DV, Pressuna og fleiri fjölmiðla af Frjálsri fjölmiðlun árið 2019 á 300 milljónir króna.  

Í skýrslu stjórnar Frjálsrar fjölmiðlunar frá því í desember segir að unnið sé að því að ljúka eiginlegri starfsemi og að fyrir lok árs 2022 muni takast að innheimta allar kröfur.

Sigurður G. Guðjónsson er skráður eigandi móðurfélags Dalsdals ehf. en áður hefur verið greint frá því að Novator hafi fjármagnað Frjálsa fjölmiðlun.

Frjáls fjölmiðlun ehf.

2021 2020
Velta 0 66
Skuldabréfaeign 50 150
Eigið fé -442 -404
Afkoma -37 -144
Lykiltölur í milljónum króna.