Samkvæmt lánasamningi Kjalars við Kaupþing banka eru hlutir í Eglu hf. settir bankanum að handveði, og þ.m.t. allar arðgreiðslur af umræddum hlutabréfum og arði undirliggjandi hluta. Standa umræddar arðgreiðslur enn til tryggingar skuldbindingum Kjalars við bankann.

Bankinn mun væntanlega ganga að veðum sínum, þannig að fjárhæðin stendur ekki almennum lánardrottnum Eglu hf. til fullnustu. Þetta kemur fram í frumvarpi til nauðasamninga sem Egla hefur lagt fyrir lánadrottna sína.

Kjalar hf., móðurfélag Eglu hf., skuldar félaginu kr. 7.749.745.000. Miðað við innra virði Kjalars, þá er ólíklegt, að óbreyttuað meira en á að giska 310 milljónir greiðist upp í kröfu þessa segir í frumvarpinu.

Egla ehf. var stofnað í nóvember 2002. Upphaflegur tilgangur félagsins var að vera eignarhaldsfélag um hluti keypta í Búnaðarbanka Íslands hf. í samræmi við ákvæði kaupsamnings við íslenska ríkið dags.  16. janúar 2003. Samkvæmt núgildandi samþykktum félagsins er skráður tilgangur þess að vera eignarhaldsfélag um hluti í öðrum félögum, kaup og sala hlutabréfa, kaup og sala fasteigna, fasteignarekstur, lánastarfsemi og annar skyldur rekstur. Skráð hlutafé félagsins er í dag kr. 11.518.948 að nafnverði.