Allar líkamsræktarstöðvar voru með verðmerkingar í lagi þegar fulltrúi Neytendastofu kannaði málið í byrjun janúar. Skoðað var hvort að verðlisti yfir þjónustu líkamsræktarstöðvanna væri sýnilegur og hvort veitingar og aðrar söluvörur væru verðmerktar.

Þegar Neytendastofa gerði könnun árið 2009 voru 38% stöðvana með verðmerkingar í lagi, í könnun árið 2011 var hlutfallið 70% og nú í ár voru allar líkamsræktarstöðvarnar með merkingarnar í lagi. Neytendastofa segir að niðurstöðurnar sýni að reglulegt verðmerkingareftirlitið skiliárangri.