Mikil hækkun varð á mörkuðum Evrópu í dag. Nokia kynnti góða afkomu á 2. ársfjórðungi auk þess sem betri afkoma JPMorgan en búist hafði verið við olli hækkun banka og fjármálafyrirtækja.

FTSeurofirst 300 vísitalan hækkaði um 2,7% í dag.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 2,6%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 2,3% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 1,9%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 2,8% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 2,4%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 3,0%, í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 3,7% og í Noregi hækkaði OBX vísitalan um 2,8%.