Það er eitt sem allar bækurnar sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna eiga sameiginlegt ? þær eru allar prentaðar hjá Odda! Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið hefur sent frá sér.

Þar segir frá því að saga Odda spanni rúma sex áratugi og allan þann tíma hefur bókaprentun verið einn af hornsteinum fyrirtækisins. Samkeppni á prentmarkaðinum hefur líklega aldrei verið meiri en núna og kemur hún einkum frá erlendum prentsmiðjum. "Eina ráðið til að standast þessa samkeppni er stöðug tækniþróun, vöruvöndun og starfsfólk sem býr yfir sérþekkingu og ómældum metnaði. Er óhætt að fullyrða að á þessum sviðum stenst Oddi allan samanburð við erlendar prentsmiðjur
Fyrir þessi jól má reikna með að Oddi prenti hátt í 500 þúsund eintök af bókum," segir í tilkynningu Odda.