*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Innlent 5. júlí 2017 12:29

Allianz hagnast um 481 milljón

Tryggingafélagið Allianz Ísland hf. söluumboð hagnaðist um 480,9 milljónir króna árið 2016 borið saman við 427,8 milljónir árið áður.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tryggingafélagið Allianz Ísland hf. söluumboð hagnaðist um 480,9 milljónir króna árið 2016 borið saman við 427,8 milljónir árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2016.

Rekstrartekjur lækkuðu úr 1.212 milljónum króna í 1.201 millj­ón milli ára, en rekstrarkostnaður lækkaði úr 686 milljónum í 631,1 milljón í fyrra. Rekstrarhagnaður jókst milli ára og var 570 milljónir árið 2016 borið saman við tæplega 526 millj­ónir árið áður.

Eignir jukust úr 930 milljónum króna í lok árs 2015 í 1.219,8 milljónir í árslok í fyrra. Eiginfjárhlutfall félagsins hækkaði úr 76,4% í 77,2% milli ára. Handbært fé hækkaði um 239,7 milljónir árið 2016 borið saman við 429,6 milljónir árið 2015. Allianz opnaði skrifstofu á Íslandi í desember 1994 og býður Íslendingum persónutryggingar, þ.e. lífeyris-, líf-, slysa- og heilsutryggingar í gegnum Allianz Lebensversicherung AG og Allianz Versicherung AG. Nýverið flutti Allianz á Íslandi í nýjar höfuðstöðvar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði.

Framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi sagði í samtali við Viðskiptablaðið nýverið eftirfarandi um rekstrarárið 2016: 

„Fyrirtækið vex og dafnar. Fleiri og fleiri Íslendingar eiga við okkur viðskipti. Ímynd okkar styrkist, markaðshlutdeild eykst sem og traust til Allianz. Allir þessir mælikvarðar sem skipta máli fara í rétta átt. Við finnum fyrir því í auknum við­ skiptum og aukningu í viðskiptavinum sem eru hjá Allianz og þeim hluta Íslendinga sem treysta Allianz fyrir sínum málum. Það er aukning í öllu: Lífeyristryggingum, líftryggingum, slysatryggingum, barnatryggingum, það er aukning í öllum þessum flokkum hjá okkur,“ segir Eyjólfur

Stikkorð: afkoma Allianz hagnaður 2016