Forsvarsmenn eins stærsta banka Írlands, Allied Irish Bank (AIB), segjast vera fegnir því að geta ekki greitt bónusa í ár. Bankinn samþykkti í gær að æðstu stjórnarmenn fái ekki bónusgreiðslur í ár líkt og til stóð. Brian Lenihan, forsætisráðherra Írlands, hótaði bankanum að engin frekari aðstoð fengist frá ríkinu ef af greiðslunum yrði.

Í síðustu viku var greint frá því að bankinn hyggðist greiða um 40 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 6 milljarða króna, til stjórnenda í formi bónusgreiðslna. Greiðslurnar áttu að vera fyrir starfsárið 2008.

Stjórn AIB sagði að bankanum væri skylt samkvæmt lögfræðiáliti að greiða bónusa til stjórnenda. Sú afstaða hefur hinsvegar verið endurskoðuð eftir hótanir forsætisráðherra.