*

fimmtudagur, 27. febrúar 2020
Innlent 11. október 2019 12:00

Allir bankarnir lækkað vexti

Arion banki hefur lækkað vexti sína og hafa nú bæði Landsbankinn og Arion fylgt fordæmi Íslandsbanka.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Arion eru í Borgartúni 19.
Haraldur Guðjónsson

Arion banki greindi frá því í gær að bankinn hefur ákveðið að lækka vexti sína í þónokkrum flokkum og hafa því allir viðskiptabankarnir þrír lækkað vexti sína í kjölfar stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefnd um daginn.

Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,29% og verða 5,49%. Bílalán og bílasamningar lækka um 0,25%. Almennir óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,10%. Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga lækka um allt að 0,25%. Nánir upplýsingar er að finna á vef Arion.