Stjórnmálamenn og almenningur brugðust líka, að sögn Eyglóar Harðardóttur húsnæðismálaráðherra. Hún fór yfir helstu atriði í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs í sérstökum umræðutíma um hana á Alþingi í dag. Eygló sagði m.a. líta beri til þess tíðaranda sem ríkti þegar breytingar voru gerðar á sjóðnum á sínum tíma. Allir hafi talað gegn gjaldi á uppgreiðslu lána og beðið hafi verið eftir því með óþreyju að lánshlutfall var hækkað úr 65% í 90% árið 2004.

Þá kom Eygló inn á það að erfitt hafi verið að taka undir það að Íbúðalánasjóður hafi átt að láta sig hverfa þegar bankarnir tók uað veita íbúðalán enda lánuðu þeir nær eingöngu á höfuðborgarsvæðinu og í þéttbýli á meðan Íbúðalánasjóður lánaði víðar.