Héraðsdóm­ur Reykja­ness sýknaði í dag Karl Löve Jó­hann­es­son, Gísla Reyn­is­son, Markús Mána Michaels­son Maute og Ólaf Sig­munds­son í Aserta-mál­inu svo­kallaða.

Sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur fjórmenningunum og voru þeir ákærðir fyrir að hafa brotið gegn lögum um gjaldeyrismál með ólögmætum gjaldeyrisviðskiptum.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvort mál­inu verði áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Vakti mikla athygli

Nafnið á málinu vísar til sænska félagsins Aserta AB sem fjórmenningarnir tengdust. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og í janúar 2010 var haldinn sérstakur blaðamannafundur að frumkvæði Seðlabankans í höfuðstöðvum Ríkislögreglustjóra þar sem fjallað var um málið.

Málið var til rannsóknar í rúm þrjú ár en þetta var fyrsta ákæran sem gefin er út fyrir meint brot á lögum um gjaldeyrishöft.