Fundur þingmanna Sjálfstæðisflokks hófst í Valhöll skömmu eftir klukkan 10 í morgun. Flugvél Bjarna Benediktssonar tafðist og mun hann því ekki mæta til þingfundar sem haldinn verður klukkan 15 í dag, en óundirbúinn fyrirspurnartími er á dagskrá þingsins . Bjarni var þó á fundinum í gegnum fjar­fund­ar­búnað.

Þingflokkur Framsóknarflokksins hóf einnig fundarhöld í húsakynnum Alþingis klukkan 10 en fundurinn stendur ennþá yfir.

Þing­flokk­ar Bjart­ar Framtíðar, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Vinstri Grænna og Pírata funduðu í morg­un og er þeim fund­um lokið.