*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 7. apríl 2016 12:04

Allir föstudagar frídagar

Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, hefur lýst alla föstudaga í apríl og maí frídaga.

Ritstjórn
epa

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hefur nú lýst alla föstudaga í apríl og maí sem lögbundna frídaga, í tilraun til að spara rafmagn í landinu. Þurrkur hefur varað lengi í Venesúela sem gerir raforkuframleiðslu erfiða - en þorri raforku þarlendis er framleiddur með vatnsafli.

Áætlun ríkisins mun vara í um tvo mánuði eða 60 daga, en auk þess munu verslunarmiðstöðvar og hótel í stærri kantinum þurfa að framleiða eigin orku gegnum rafla í níu klukkustundir á dag. Stórar verksmiðjur munu þá einnig þurfa að minnka við orkunotkun sína um fimmtung.

Guri-stíflan í sunnanverðri Bólívar veitir höfuðborg Venesúela, Karakas, um 75% raforku sinnar, en vatnsmagn í stíflunni er orðið hættulega lágt. Vatnið er um 243 metra hátt en fari það undir 240 metra hæð verður að stöðva raforkuframleiðslu svo hægt sé að komast hjá því að skemma túrbínur hennar.

Stikkorð: Raforka Venesúela Maduro