Allir starfsmenn verktakafyrirtækjanna Sólfells og Ans í Borgarbyggð hafa nú fengið vinnu að nýju efit að þeim hafði verið sagt upp um mánaðramótin.

40 starfsmenn fyrirtækjanna misstu vinnuna um mánaðarmótin og er þetta því mikill léttir fyrir þá.

Fréttavefur Skessuhorns greinir frá þessu.

Góð lausn var fundin á málinu með því að Borgarverk í Borgarnesi tók á sig skuldbindingar og verkefni Sólfells sem samið var um.  Meðal verkefnanna er að ljúka við 3. áfanga byggingar Menntaskóla Borgarfjarðar.

Þar með er Borgarverk í raun að fara inn á nýjar brautir því fyrirtækið hefur fram að þessu einkum verið í vega- og gatnagerð og annarri jarðvinnu.