Óháð nefnd á vegum stjórnvalda fer yfir það hvort umsækjandi um ívilnun uppfylli skilyrði laga. Lögin byggja á samkeppnisreglum Evrópusambandsins og að lokinni yfirferð sinni skilar nefndin tillögum til ráðherra.

„Að því leyti er því tryggt að bæði lögin og framkvæmd þeirra er að öllu leyti á jafnræðisgrundvelli og ekki er unnt að gera upp á milli fyrirtækja með handahófskenndum hætti ...," segir í tilkynningu sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sendi frá sér í morgun vegna umfjöllunar Viðskiptablaðsins um fjárfestingarsamning ríkisstjórnarinnar við fiskeldisfyrirtækið Matorku.

Tilkynningu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins má lesa í heild hér .