Alla helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu í dag en samkvæmt Reuters fréttastofunni má helst rekja lækkanir til lítilla eftirvæntingar fjárfesta með fund leiðtoga Evrópuríkja um skuldavandann í Evrópu sem fram fer á sunnudag.

Í morgun bárust fréttir af því að leiðtogar Þýskalands og Frakklands hefðu ekki enn komist að samkomulagi um það hvort og þá hvernig stækka skuli björgunarsjóð Evrópusambandsins.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 1% í dag og hefur þá lækkað um 13% það sem af er þessu ári.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,2%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 0,9%,  í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 2,5%, í Mílanó lækkaði MIB um 3,78% og IBEX í Madríd lækkaði um 2,73%

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 2,3% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 0,6%. Í Grikklandi hækkuðu hlutbréf um 0,25% og er það eina vísitalan í Evrópu sem hækkaði í dag.

Hlutabréfavísitölur lækkuðu einnig á Norðurlöndunum. Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 0,4%, í Svíþjóð lækkaði OMXS vísitalan um 0,5% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 0,7%.