Vikan byrjar ekki vel í Evrópu en hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa lækkað töluvert nú í upphafi dags en að sögn Reuters fréttastofunnar er gjaldþrot bandaríska fjárfestingabankans Lehman brothers að koma illa við markaði út um allan heim í dag.

FTSEurofirst 300 vísitalan hefur lækkað um 3,7% nú í morgunsárið en vísitalan hækkaði um 1,9% síðastliðinn föstudag.

Eins og gefur að skilja eru það bankar og fjármálafyrirtæki sem leiða lækkanir dagsins að sögn Reuters. Þannig hafa BNP Paribas, Credit Agricole, Societe Generale, Barclays, Royal Bank of Scotland, HBOS og UBS lækkað á milli 5,5% og 8,7% það sem af er degi.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 3,6%, í Amsterdam hefur AEX vísitalan lækkað um 3,8% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 3,6%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 4,5% og í Sviss hefur SMI vísitalan 3,9%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 2,6% og í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan lækkað um 3,5%.