Hlutabréfa markaðir hafa lækkað það sem af er degi hér á Íslandi, á Norðurlöndum, á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum.

Á Norðurlöndunum hefur OMXC vísitalan í Kaupmannahöfn lækkað um 0,8%, OBX vísitalan í Osló um 0,2% og OMXS vísitalan í Stokkhólmi um 0,8%.

Á meginlandi Evrópu hefur FTSE 100 vísitalan í Lundúnum lækkað um 0,7%, AEX vísitalan í Amsterdam um 1,3%, DAX vísitalan í Frankfurt um 1% og CAC 40 vísitalan í París um 1,5%.

SMI vísitalan í Sviss er eina hlutabréfavísitalan sem hefur hækkað eða um 0,7%.

Í Bandaríkjunum var opnað fyrir viðskipti fyrir um þremur korterum og síðan þá hefur helstu vísitölurnar þrjár, Nasdaq, Dow Jones og S&P 500 lækkað um 0,7%.

Hér heima hefur Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkað um 1,3% það sem af er degi.

Í Asíu hækkuðu hlutabréf þó í morgun.