Allar helstu stórverslanakeðjur í Bretlandi, að Iceland-keðjunni undanskilinni, hafa ákveðið að taka upp merkjanakerfi fyrir mat sem þarlend stjórnvöld hafa haldið að þeim. Er markmiðið með kerfinu að samræma þær næringarfræðilegu upplýsingar sem eru á matarumbúðum í breskum verslunum, en þær hafa þótt ruglingslegar.

Á öllum matvælum verða upplýsingar um hitaeiningar, sykur-, fitu- og saltmagn og verða tölurnar litaðar eftir því hversu mikið er af viðkomandi efni.

Í frétt Independent um málið kemur hins vegar ekki fram af hverju Iceland-keðjan ætlar ekki að taka kerfið upp.