Viðskiptavinir allra símafyrirtækjanna hér á landi og raunar innan Evrópska efnahagssvæðisins líka njóta þess öll að reikiverð lækka um næstu mánaðamót á milli fjarskiptafyrirtækja innan Evrópusambandsins (ESB). Unnið hefur verið að breytingunni í nokkur ár hjá ESB en hún snýr að því að setja þak á það hvað fjarskiptafyrirtæki mega gjaldfæra.

Verðbreytingarnar hafa verið gerðar þann 1. júlí ár hvert, nokkur undanfarin ár, og boðaðar hafa verið breytingar a.m.k. næstu tvö ár.