Næstum öll fyrirtæki með 10 starfsmenn eða fleiri nota tölvur og net við starfsemi sína. Um 94% fyrirtækja með 2-9 starfsmenn gera slíkt hið sama og 82% einstaklingsfyrirtækja.

Hagstofan hefur birt niðurstöður úr rannsókn á tæknibúnaði, netnotkun og rafrænum viðskiptum fyrirtækja sem gerð var á þessu ári.

Vefsíða er aðgengileg hjá 38% íslenskra fyrirtækja og í 78% tilvika hjá fyrirtækjum með fleiri en 10 starfsmenn. Um 16% fyrirtækja pöntuðu vörur eða þjónustu um netkerfi á síðasta ári og 10% fyrirtækja seldi vörur á þann hátt. Almennt er lítil reynsla af öryggisógnunum hjá fyrirtækjum en þó hafa 11% nettengdra fyrirtækja orðið fyrir því að upplýsingatækni lá niðri eða gögn töpuðust vegna bilunar í hugbúnaði. Af öryggisráðstöfunum sem tilgreindar voru geymdu 49% fyrirtækja afrit af gögnum utan fyrirtækis