Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins njóta allir stjórnendur Íslandspósts, þ.e. forstjóri og fimm framkvæmdastjórar, bifreiðahlunninda sem felast í því að Íslandspóstur ýmist á eða leigir bifreiðir sem þeir hafa til afnota.

Viðskiptablaðið hefur lagt fram fyrirspurn til Íslandspósts varðandi þessi mál en ekki fengið svar við þeim spurningum.

Eins og áður hefur komið fram varð rúmlega 144 milljóna króna tap af rekstri Íslandspósts í fyrra, samanborið við hagnað upp á tæpar 93 milljónir króna árið áður. Rekstrartap Íslandspósts, þ.e. tap fyrir skatta, nam rúmlega 164 milljónum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.