Seðlabanki Íslands hefur birt fundargerð fyrir fund peningastefnunefndar sem var haldinn þann 2. og 3. nóvember, en fundargerðir eru ávalt birtar tveimur vikum eftir fund.

Á fundi peningastefnunefndar í byrjun nóvember var ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25% prósentustig samkvæmt tillögu seðlabankastjóra. Í fundargerð má sjá að allir nefndarmenn í peningastefnunefnd studdu tillögu seðlabankastjóra um hækkun stýrivaxta.

Í fundargerðinni kemur fram að á síðasta fundi, þ.e. fundinum í september, hafi nefndið ákveðið að staldra við og halda vöxtum óbreyttum vegna þess að sterk króna og alþjóðleg verðlagsþróun hafi gefið svigrúm til að hækka vexti hægar en áður hafði talið nauðsynlegt. Nefndarmenn voru þó sammála um þörf fyrir aukið aðhald á næstu misserum.

Fram kemur að nefndarmenn töldu það bæði koma til greina að halda vöxtum óbreyttum og að hækka þá. Nefndarmenn komust að þeirri niðurstöðu að í ljósi fyrri skilaboða um þörf á áframhaldandi herðingu taumhalds töldu sumir að óbreyttir vextir í of langan tíma gætu sent röng skilaboð um mat nefndarinnar fyrir aukið aðhald til lengri tíma. Var því ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur.