Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrum forstjóri Byrs, Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrum stjórnarformaður Byrs og Styrmir Þór Bragason, fyrrum forstjóri MP banka, voru rétt í þessu sýknaðir í hinu svokallaða Exeter Holdings máli.

Málið snýst um lánveitingar Byrs upp á um milljarð króna m.a. til þess að kaupa stofnfé af ákærðu Ragnari og Jóni Þorsteini, og MP banka. Félagið Exeter Holdings fékk m.a. lán til þess að fara út í stofnfjárkaup. Ákært var fyrir umboðssvik, og svo var Styrmir Þór ákærður fyrir peningaþvætti að auki.

Styrmir Þór Bragason mætti einn sakborninganna við uppkvaðningu dómsins. Hann vildi ekki tjá sig við fjölmiðla að henni lokinni.

Málskostnaður fellur að öllu leyti á ríkissjóð.